Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. janúar 2017 11:20
Magnús Már Einarsson
Siggi Raggi tekur við liði í Kína (Staðfest)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá JS Suning í úrvalsdeild kvenna í Kína. Fótbolti.net greindi frá því síðustu viku að Sigurður Ragnar hefði verið í viðræðum við félag í Kína og hann hefur nú tekið við JS Suning samkvæmt fréttum þar í landi.

Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson léku með karaliði Suning árið 2015 en Sigurður Ragnar hefur nú tekið við kvennaliði félagsins.

Sigurður Ragnar var síðast aðstoðarþjálfari Lilleström en hann komst að samkomulagi um starfslok hjá félaginu í október, nokkrum vikum eftir að Rúnar Kristinsson var rekinn úr starfi sem þjálfari.

Hinn 43 ára Sigurður Ragnar þjálfaði kvennalandslið Íslands frá 2006 til 2013 en hann stýrði síðan ÍBV í Pepsi-deild karla sumarið 2014.

Daði Rafnsson hefur verið í viðræðum um að koma með Sigurði til Kína sem aðstoðarþjálfari en engar frekari fréttir hafa borist af því hvort það verði af því eða ekki.

Mikill uppgangur er í fótboltanum í Kína eins og varla hefur farið framhjá nokkrum manni undanfarna mánuði. Kínverjar ætla sér í fremstu röð í fótboltanum á næstu árum og engu er til sparað til að láta það markmið nást. Kínverska kvennalandsliðið er öflugt en það er í 13. sæti á heimslista FIFA.
Athugasemdir
banner
banner