Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. janúar 2017 07:30
Kristófer Kristjánsson
Thierry Henry hraunar yfir Granit Xhaka
Granit Xhaka var rekinn af velli í dag
Granit Xhaka var rekinn af velli í dag
Mynd: Getty Images
Arsenal goðsögning, Thierry Henry, var orðlaus yfir ákvörðunartöku Granit Xhaka í leiknum gegn Burnley í gær.

Arsenal leiddi leikinn 1-0 þegar Granit Xhaka lét reka sig af velli fyrir glórulaust brot, í þriðja sinn á tímabilinu, og Henry var ekki skemmt.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn, hann gerði þetta líka gegn Swansea," sagði Henry við Sky Sports.

„Ég skil þetta ekki. Gegn Swansea var hann að reyna stöðva skyndisókn en hérna er hann að missa boltann ódýrt og svo gerir hann þetta."

„Af hverju ertu að gera þetta 60 metrum frá markinu þínu þegar það eru 25 mínútur eftir og þið eruð að stjórna leiknum. Þú áttir misheppnaða sendingu? Hvað með það, stattu í lappirnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner