Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. janúar 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Tvær umferðir í bikarnum áður en Íslandsmótið hefst
Úrslitaleikurinn í september í kvennaflokki
Valur hefur unnið bikarinn tvö ár í röð.
Valur hefur unnið bikarinn tvö ár í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Breiðablik vann bikarinn í kvennaflokki í fyrra.
Breiðablik vann bikarinn í kvennaflokki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferðir í Borgunarbikar karla verða leiknar fyrr í sumar heldur en undanfarin ár.

1 og 2. umferð í Borgunarbikarnum fer fram síðustu tvær helgarnar í apríl en þar taka liðin í neðri deildunum þátt.

Liðin í Pepsi-deildinni koma inn í keppnina í 32-liða úrslitum en þau fara fram 16-18. maí en ekki 24-26. maí líkt og í fyrra.

16-liða úrslitin fara fram 30-31. maí en ekkert verður leikið í Borgunarbikarnum í júní. 2-3. júlí fara fram 8-liða úrslitin og undanúrslit fara fram 27-28. júlí.

Undanúrslitin eru ekki dagana fyrir Verslunarmannahelgi líkt og undanfarin ár heldur fara þau fram viku fyrr að þessu sinni.

Úrslitaleikurinn fer síðan fram á Laugardalsvelli laugardaginn 12. ágúst klukkan 16:00.

Í Borgunarbikar kvenna fara 8-liða úrslitin fram 23 og 24. júní. Vegna EM verða undanúrslitin ekki fyrr en 13. ágúst.

Úrslitaleikurinn fer því ekki fram í ágúst líkt og undanfarin ár en hann verður föstudaginn 8. september að þessu sinni.

Fyrri helgi komu drög að leikdögum í landsdeildum en keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl og keppni í Pepsi-deild karla þann 30. apríl.

Sjá einnig:
Frumdrög að Íslandsmótinu 2017 - Sjáðu allar dagsetningar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner