Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. janúar 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Vallarstjórinn rekinn eftir að leik var frestað
Heimavöllur Southend leit ekki svona vel út á laugardaginn.
Heimavöllur Southend leit ekki svona vel út á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Southend hefur ákveðið að reka vallarstjóra sinn Ken Hare eftir að leik liðsins gegn Bolton í ensku C-deildinni var frestað á laugardaginn.

Leiknum var frestað vegna þess að völlurinn var frosinn.

Hare hefur verið vallarstjóri hjá Southend í 27 ár en félagið ákvað að reka hann eftir atburði helgarinnar.

Southend vill meina að Hare hefði getað komið í veg fyrir frestun með því að stýra hitanum á vellinum betur.

„Fólk missir vanalega starfið sitt ef það sinnir starfinu illa. Mjög fáir aðilar hafa verið reknir frá félaginu undanfarin 20 ár og það á meira segja við um knattspyrnustjóra líka," sagði talsmaður Southend.

Áður en kom að leiknum á laugardag hafði Southend ekki þurft að fresta heimaleik í fjögur ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner