Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 23. janúar 2017 16:09
Magnús Már Einarsson
Wenger ákærður eftir atvikið í gær
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun hans í 2-1 sigrinum gegn Burnley í gær.

Wenger var brjálaður eftir að Arsenal fékk á sig vítaspyrnu í viðbótartíma í gær.

Wenger var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli og hann ýtti síðan fjórða dómaranum Anthony Taylor.

„Ég hefði átt að halda kjafti. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki gert það," sagði Wenger eftir leikinn í gær.

Wenger á nú yfir höfði sér leikbann en enska knattspyrnusambandið fer yfir málið í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner