Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. janúar 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Zlatan: Rooney á meiri virðingu skilið
Zlatan segir að Rooney eigi meiri virðingu skilið.
Zlatan segir að Rooney eigi meiri virðingu skilið.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Manchester United, segir að enskur fótbolti kunni ekki að mæta Wayne Rooney nægilega. Rooney er fyrirliði United og varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.

Hann jafnaði gegn Stoke í uppbótartíma og er United búið að leika sautján leiki í röð í öllum keppnum án þess að bíða ósigur.

„Allir vita hvað Wayne stendur fyrir. En þessi þjóð þarf að meta hann að verðleikum. Ég sé ekki marga sóknarmenn eins og hann í dag. Gefið mér einhver nöfn. Samt eruð þið ekki ánægð," segir Zlatan.

„Hann er leikmaður sem er með allan pakkann. Margir frábærir leikmenn hafa verið hérna og hans nafn er á toppnum. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið á sama velli og hann þegar hann sló þetta met og vonandi getur hann haldið áfram á þessari braut. Utan vallar er hann sannur leiðtogi."

Sjálfur er Rooney mjög stoltur af því að hafa slegið metið sem Sir Bobby Charlton átti.

„Það hafa margir heimsklassa leikmenn spilað fyrir félagið og ég er stoltur að fá að vera leikmaður Manchester United og sérstaklega stoltur að hafa bætt þetta met," sagði Rooney.
Athugasemdir
banner