Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 13:48
Magnús Már Einarsson
Aaron Lennon til Burnley (Staðfest)
Lennon ánægður með skiptin.
Lennon ánægður með skiptin.
Mynd: Twitter - Burnley
Burnley hefur keypt kantmanninn Aaron Lennon frá Everton fyrir óuppgefna upphæð.

Hinn þrítugi Lennon skrifaði undir hjá Burnley í dag en Everton var tilbúið að leyfa honum að fara eftir kaupin á Theo Walcott í síðustu viku.

Lennon kom til Everton frá Tottenham 2015 og hefur skorað sjö mörk í 63 leikjum. Hann hefur spilað nítján leiki á þessu tímabil og átt tvær stoðsendingar.

Á síðasta ári var hann lagður inn á sjúkrahús vegna mikillar streitu.

Lennon er annar kantmaðurinn sem Burnley fær í þessum mánuði en Georges-Kevin N'Koudou kom á láni frá dögunum. Þeir eiga meðal annars að veita Jóhanni Berg Guðmundssyni samkeppni um sæti í byrjunarliðinu en Jóhann hefur átt mjög gott tímabil.

Athugasemdir
banner
banner
banner