Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Bristol City og Man City: Hörður byrjar aftur
Hörður fær að takast aftur á við Man City.
Hörður fær að takast aftur á við Man City.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon er aftur í byrjunarliði Bristol City sem mætir Manchester City. Leikurinn í kvöld er seinni leikur liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Hörður byrjaði síðasta leik liðanna sem endaði 2-1 fyrir City. Hann heldur sæti sínu fyrir leikinn í kvöld sem hefst 19:45.

Hörður hefur verið inn og út úr liðinu hjá Bristol undanfarnar vikur.

Eftir leikinn sem var á Etihad-vellinum sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City: „Við sköpuðum mörg færi og þess vegna vinnum við leikinn, en við vitum að þetta verkefni var ekki klárað í kvöld; það verður að gerast í Bristol þegar við ferðumst þangað."

Guardiola mætir með sitt sterkasta lið til leiks í kvöld, hann ætlar ekki að vanmeta Hörð og félaga hans.

Mikið er undir í leiknum en sigurliðið fer áfram í úrslitaleikinn sem fer fram 25. febrúar á Wembley.

Byrjunarlið Bristol City: Steele, Smith, Wright, Flint, Hörður Bjögvin, Bryan, Walsh, Pack, Brownhill, Paterson, Reid.
(Varamenn: Wollocott, Baker, Diedhiou, Taylor, Engvall, Eliasson, Kent)

Byrjunarlið Man City: Bravo, Walker, Stones, Otamendi, Zinchenko, Fernandinho, Silva, Bernardo, De Bruyne, Sane, Aguero.
(Varamenn: Ederson, Danilo, Kompany, Sterling, Gundogan, Mangala, Toure)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner