Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 13:15
Fótbolti.net
Dregið í Þjóðadeildina á morgun - Ísland mætir stórþjóðum
Icelandair
Það er ljóst að við fáum stórar þjóðir í heimsókn á Laugardalsvöll seinnihluta ársins.
Það er ljóst að við fáum stórar þjóðir í heimsókn á Laugardalsvöll seinnihluta ársins.
Mynd: UEFA
Klukkan 11 á morgun verður dregið í hina nýju Þjóðadeild UEFA en þar er Ísland í A-deild ásamt sterkustu fótboltaþjóðum Evrópu. Drátturinn fer fram í Sviss.

Rætt var ítarlega um fyrirkomulega keppninnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en með því að smella hérna má hlusta á þá kennslu.

A-deildin er spiluð í fjórum þriggja liða riðlum. Ísland er í potti 3 og mætir einum andstæðingi úr potti 1 og einum úr potti 2.

Leikið er heima og að heiman í Þjóðadeildinni í september, október og nóvember 2018. Sigurliðið í hverjum riðli fer í úrslitakeppni í júní 2019 en neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild í Þjóðadeildinni. Á næsta ári fer úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar fram og Þjóðadeildameistari krýndur.

Pottur 1: Þýskaland, Portúgal, Belgía, Spánn.

Pottur 2: Frakkland, England, Sviss, Ítalía.

Pottur 3: Pólland, Ísland, Króatía, Holland.

Góður árangur í Þjóðadeildinni getur svo virkað sem varaleið inn í úrslitakeppni EM ef illa fer í undankeppni mótsins. Með þessari nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna.

Sjá einnig:
Úr útvarpsþættinum - Kennsla í Þjóðadeildinni og leikmenn á faraldsfæti

Fótbolti.net fylgist vel með drættinum á morgun


Athugasemdir
banner