þri 23. janúar 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Hörður getur slegið Man City út
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar Manchester City í eina leik dagsins í enska boltanum.

Bristol er í umspilsbaráttu í Championship deildinni og mætast liðin í undanúrslitum deildabikarsins.

Man City hafði betur í fyrri leiknum, með tveimur mörkum gegn einu, en Hörður og félagar þóttu spila mjög vel og eru enn sprelllifandi í viðureigninni.

Gengi Bristol hefur þó ekki verið gott upp á síðkastið, en liðið er aðeins búið að fá eitt stig úr síðustu fjórum deildarleikjum.

Sigurvegari kvöldsins mætir annað hvort Arsenal eða Chelsea í úrslitaleiknum.

Leikur kvöldsins:
19:45 Bristol City - Manchester City (Stöð 2 Sport) (1-2)
Athugasemdir
banner
banner