Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Selfoss með endurkomu í Garðabæ
Selfoss mun spila í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Selfoss mun spila í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 3 Selfoss
1-0 Jana Sól Valdimarsdóttir ('8)
1-1 Anna María Friðgeirsdóttir ('30, víti)
2-1 Jana Sól Valdimarsdóttir ('31)
3-1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('61)
3-2 Unnur Dóra Bergsdóttir ('63)
3-3 Barbára Sól Gísladóttir ('84)

Selfoss sýndi karakter gegn Stjörnunni í Faxaflóamóti kvenna í kvöld. Leikurinn var spilaður á Samsung vellinum í Garðabæ.

Meðalaldurinn hjá báðum liðum í kvöld. Samkvæmt Úrslit.net var meðalaldurinn hjá byrjunarliði Stjörnunnar 17,8 ár og hjá byrjunarliði Selfoss var meðalaldurinn 20 ár.

Stjarnan komst yfir tvisvar í fyrri hálfleik og var það Jana Sól Valdimarsdóttir, fædd 2003, sem skoraði bæði mörkin. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Garðbæinga.

Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum hafði Gyða Kristín Gunnarsdóttir komið Stjörnunni í 3-1 en Selfoss-stelpur gáfust ekki upp. Þær minnkuðu muninn á 63. mínútu og á þeirri 84. jafnaði Barbára Sól Gísladóttir í 3-3! Þannig urðu lokatölur.

Frábær leikur, frábær skemmtun. Selfoss er með fimm stig eftir þrjá leiki í mótinu en Stjarnan er með eitt eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner