Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 16:45
Elvar Geir Magnússon
Fréttaritarar Fótbolta.net velja sinn draumariðil í Þjóðadeildinni
Icelandair
Ísland gæti mætt Portúgal aftur.
Ísland gæti mætt Portúgal aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: UEFA
Strákarnir okkar fagna.
Strákarnir okkar fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sterkar þjóðir mæta á Laugardalsvöll.
Sterkar þjóðir mæta á Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Drátturinn verður á morgun klukkan 11.
Drátturinn verður á morgun klukkan 11.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun klukkan 11 verður dregið í riðla Þjóðadeildarinnar og þá kemur í ljós með hvaða tveimur stórþjóðum Ísland verður í riðli.

Sjá einnig:
Úr útvarpsþættinum - Kennsla í Þjóðadeildinni

Pottur 1: Þýskaland, Portúgal, Belgía, Spánn.
Pottur 2: Frakkland, England, Sviss, Ítalía.
Pottur 3: Pólland, Ísland, Króatía, Holland.

Hér má sjá hvaða riðil fréttaritarar Fótbolta.net vilja sjá Ísland lenda í.



Magnús Már Einarsson
Ísland, Spánn og England

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi spænskrar knattspyrnu. Spænska landsliðið hefur verið í lægð eftir magnað árangurinn frá 2008 til 2012 og íslenska liðið getur vel strítt þeim. Margir vilja ekki sjá Ísland og England mætast aftur af ótta við að það eyðileggi frábæra minningu frá EM í Frakklandi. Það gerir það bara alls ekki. Enskir fjölmiðlar eiga eftir að rifja endalaust upp tapið í Nice og pressan á leikmönnum enska landsliðsins verður óbærileg. Það hjálpar Englendingum ekkert og Ísland nær aftur flottum úrslitum gegn þeim.

Elvar Geir Magnússon
Ísland, Þýskaland og Ítalía

Fyrst við erum komnir formlega í hóp stóru strákana þá væri gaman að mæta tveimur af þeim stærstu! Það er varla mögulegt að fá betra fótboltalið en Þýskaland til Íslands og svo væri gaman að sýna Ítölum af hverju við fórum á HM en ekki þeir.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland, Portúgal og England

Það væri margt leiðinlegra en að mæta þessum þjóðum aftur. Það væri erfitt fyrir Ronaldo og vini að koma á Laugardalsvöll og svo eru Englendingar skíthræddir við okkur eftir ljúft sumarkvöld í Nice. Getum unnið báðar þessar þjóðir á góðum degi, það er ljóst.

Arnar Daði Arnarsson
Ísland, Belgía og Ítalía

Er ekki kominn tími til að sigra Belgana? Við höfum mætt þeim níu sinnum og heldur betur ekki riðið feitum hesti úr viðureignum okkar gegn þeim. Níu leikir, níu töp og markatalan ekkert rosalega sjarmerandi, 6 - 32. Fyrir utan það hvað það væri fallegt og rómantískt að sjá De Bruyne og Hazard á frosnum Laugardalsvellinum í nóvember mánuði.

Ítalía er og verður alltaf Ítalía þrátt fyrir erfiða tíma sem þeir eru að ganga í gegnum akkúrat núna. Fyrsti landsleikurinn sem ég man eftir að hafa farið á, er vináttulandsleikurinn gegn Ítölum 2004. Tónleikar fyrir leik, troðfullur Laugardalsvöllurinn af rúmlega 20.000 áhorfendum og 2-0 sigur. Það væri vel hægt að endurtaka þetta aftur.

Sexí leikir og vel raunhæft að ná árangri gegn þessum þjóðum. Þá sérstaklega ef Mignolet fengi tækifærið í markinu.

Magnús Þór Jónsson
Ísland, Portúgal og England

Af því að Portúgal sér maður aldrei nógu oft spila fótbolta og þar fer besti fótboltamaður Evrópu og England af þeirri augljós ástæðu að þar fer það lið í potti 2 sem við eigum mestan séns á að vinna. Og gaman væri að fá leik á Wembley í kaupbæti.

Daníel Geir Moritz
Ísland, Ítalía og Þýskaland

Ítalía í mikilli lægð og bitlítill sóknarleikur gelkarlanna yrði ekki vandamál fyrir okkur. Þýskaland misstígur sig nánast aldrei en eiga eftir að komast í heimsfréttir fyrir klúður í undankeppni. Við gætum klárlega orsakað það klúður á góðum degi.

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ísland, Portúgal og England

Tvö góð lið, en eigum góðar minningar frá þessum liðum síðan á EM í Frakklandi. Getum vel gert góða hluti.

Matthías Freyr Matthíasson
Ísland, England og Spánn

Liðin úr pottum 1 & 2 eru öll geysilega sterk en ég myndi vilja sjá England og Spán. England því að það er bara eitthvað við að mæta þeim og þeir eru ekki sterkasta liðið og Ísland vann síðast þegar þeir mættust. Spánverjarnir eigi ekki eftir að fíla kuldann á Íslandi en svo spila þeir geggjaðan fótbolta.

Orri Rafn Sigurðarson
Ísland, Spánn og Ítalía

Þessi lið eru feykivel mönnuð og spila skemmtilegan fótbolta, sérstaklega Spánverjarnir. En þetta eru tvö lið sem við gætum unnið á okkar degi. Bæði Spánverjar og Ítalir ættu í erfiðleikum með að brjóta niður vörnina okkar og myndu ráða illa við okkar taktík við myndum spila fast og beita hröðum sóknum með löngum boltum inná milli. Það yrði líka skemmtilegt að sjá Diego Costa og Ragga sig mætast, held að Costa höndli sykurinn ekkert of vel.

Magnús Valur Böðvarsson
Ísland, Belgía og England

Vil sjá hvernig við tæklum playmaker eins og De Bruyne, galdramann eins og Hazard og naut eins og Lukaku. Held að þeir henti okkur verst af öllum liðum í efsta styrkleika. England, þarf að segja meira um þá, einfaldlega geggjað að vinna þá seinast vil sjá það gerast aftur. Heimir hefur aldrei tapað fyrir þeim!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner