Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr: Þær mega gera mistök núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Viðbrögðin eru bara góð," sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson eftir 2-1 tap gegn Noregi á La Manga á Spáni í dag. Um vináttulandsleik var að ræða og var Freyr sáttur.

„Ég er mjög sáttur með frammistöðuna og ég ætla að standa við það sem ég sagði fyrir leik, að ef frammistaðan yrði góð og hugarfarið, og ef fólk væri búið að taka eitthvað inn af því sem við vorum að undirbúa í vikunni, þá væri ég sáttur og ég er sáttur," sagði Freyr um leikinn.

Fimm leikmenn voru að leika sinn fyrsta leik fyrir Íslands hönd: Anna Rakel Pétursdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir.

„Eins og gengur og gerist koma mistök inn á milli. Það er bara allt í lagi, þær læra af þeim. Þær mega gera mistök núna. Það er bara eins og það er, en hugarfarið og hvað þær lærðu á stuttum tíma er mjög jákvætt. Ég er ánægður með þær allar."

Freysi var ánægður með ferðina.

„Það var mjög mikilvægt að við tókum þetta skref, að nýta þennan alþjóðlega glugga sem er í janúar. Ég er mjög þakklátur fyrir það og við höldum því áfram. Við þurfum á þessum leik að halda."

Viðtalið er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner