Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Veit við verðum dæmdir á titlunum
Guardiola var himinlifandi með sigurinn.
Guardiola var himinlifandi með sigurinn.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var himinlifandi eftir sigur á Bristol City í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. „Við erum svo ánægðir að komast í úrslitaleikinn," sagði hann.

„Við spiluðum magnaðan leik þangað til við komumst í 2-0, þá misstum við stjórnina, svona leikir enda ekki fyrr en þeir enda. Við lærum af þessu," sagði Guardiola.

„Í stöðunni 2-0 vissum við að þetta yrði auðveldara þar sem þeir þurftu þrjú eða fjögur mörk en þegar ein mínúta var eftir var staðan allt í einu orðin 2-2 og allt gat gerst."

Manchester City fær nú gullið tækifæri til að vinna deildabikarinn.

„Þetta er ekki fyrir mig, þetta er fyrir Manchester City, félag sem er að reyna að taka næsta skref."

„Ég veit að við verðum dæmdir á titlunum sem við vinnum en við erum svo ánægðir núna. Enginn getur tekið það frá okkur sem við höfum gert. Arsenal og Chelsea eru sterk lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner