Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður: Biðst innilegrar afsökunar á mistökum mínum
Hörður fór á Twitter og baðst afsökunar.
Hörður fór á Twitter og baðst afsökunar.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon átti ekki sinn besta dag þegar Bristol City tapaði 3-2 gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld.

Leroy Sane kom Man City yfir undir lok fyrri hálfleiks í kvöld. Markið skoraði hann eftir mistök í vörn Bristol City. Hörður Björgvin hefði klárlega mátt gera betur í aðdraganda marksins, en hægt er að sjá markið með því að smella hér.

Hann var tekinn af velli í hálfleik en Lee Johnson, stjóri Bristol, sagði það ekki vegna frammistöðu hans.

Hörður fór á Twitter eftir leik og baðst afsökunar.

„Kvöldið í kvöld var stórt fyrir okkur. Við komumst svo langt og sýndum hvers megnugir við erum. Ég biðst innilegrar afsökunar á mistökum mínum, ég mun læra af þeim. Núna einbeitum við okkur að deildinni og ég ætla að gera mitt besta fyrir félagið sem mér þykir vænt um," skrifar Hörður á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner