Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Hörður byrjar líklega gegn City í kvöld
Hörður í baráttunni við Raheem Sterling í fyrri leiknum.
Hörður í baráttunni við Raheem Sterling í fyrri leiknum.
Mynd: Getty Images
Líklegt þykir að Hörður Björgvin Magnússon verði í byrjunarliði Bristol City gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld klukkan 19:45.

Hörður var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Etihad leikvanginum fyrir tveimur vikum en þá vann City 2-1 eftir að Bristol hafði náð forsytunni í leiknum í fyrri hálfleik.

Hörður hefur verið inn og út úr liðinu hjá Bristol undanfarnar vikur.

Um helgina var hann í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli gegn Derby.

Mikið er undir í leiknum í kvöld en sigurliðið fer áfram í úrslitaleikinn sem fer fram 25. febrúar á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner