Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jaroslaw Jach til Crystal Palace (Staðfest)
Jaroslaw Jach.
Jaroslaw Jach.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur krækt í pólska miðvörðinn Jaroslaw Jach frá pólska liðinu Zagłebie Lubin. Jach skrifar undir þriggja- og hálfs árs samning við Palace en kaupverðið er ekki gefið upp.

Hinn 23 ára gamli Jach, sem er um 1,93 metrar á hæð, yfirgefur Lubin eftir að hafa verið þar í fjögur- og hálft tímabil.

Hann hefur leikið 20 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Pólland í nóvember síðastliðnum.

„Þetta er draumur að rætast," sagði Jach þegar hann krotaði undir samning við Crystal Palace.

Hann er annar leikmaðurinn sem Palace fær í þessum mánuði. Erdal Rakip kom á láni frá Benfica í gær.

Crystal Palace er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner