Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City í viðræðum um kaup á Laporte
Íhuga að borga 60 milljón punda riftunarverð
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: Getty Images
Manchester City er í viðræðum við spænska félagið Athletic Bilbao um kaup á varnarmanninum Aymeric Laporte. Þetta herma heimildir fréttastofu Sky Sports.

Sky á Ítalíu segir að Manchester City sé að íhuga að borga 60 milljón punda riftunverðið sem er í samningi Laporte hjá Bilbao.

City er á eftir miðverði í þessum janúarglugga og Laporte þykir mjög álitlegur kostur fyrir Pep Guardiola.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guardiola reynir að fá Laporte til Manchester City. Hann gerði það einnig þegar hann kom fyrst til félagsins, fyrir tímabilið 2016 en þá ákvað Laporte að hafna City-liðinu og halda tryggð við Bilbao.

Talið er að City hafi einnig áhuga á Jonny Evans, varnarmanni West Brom, Inigo Martinez hjá Real Sociedad og Harry Maguire hjá Leicester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner