Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Sanchez hefja Man Utd feril sinn í þessum pínulitla klefa?
Mun Sanchez spila gegn Yeovil.
Mun Sanchez spila gegn Yeovil.
Mynd: Man Utd
Fyrsti leikur Alexis Sanchez með Manchester United verður líklega gegn Yeovil Town í FA-bikarnum á föstudag.

Sanchez var loksins tilkynntur sem leikmaður Manchester United í gær eftir langa bið. Armeninn Henrikh Mkhitaryan fór í hina áttina í skiptum og gerðist leikmaður Arsenal.

Mikil eftirvænting er fyrir fyrsta leik Sanchez, en Yeovil Town undirbýr sig nú fyrir heimsókn Sanchez og félaga.

Yeovil birti mynd á Twitter af klefanum sem Man Utd mun hafa til nota á meðan leiknum stendur, en hann er frekar lítill ef vægt er til orða tekið. Mynd af honum er hér að neðan.

„Þú segist vera kominn í "stærsta félag heims" @Alexis_Sanchez . Það er því við hæfi að þú hefjir feril þinn með #MUFC í stærsta gestabúningsklefanum í @SkyBetLeagueTwo. Kannski er hann sá stærsti," segir í tísti Yeovil. Einn blikkukall fékk líka að fylgja með.

Þetta má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner