Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Phil Neville tekur við enska kvennalandsliðinu (Staðfest)
Phil Neville (hér til vinstri).
Phil Neville (hér til vinstri).
Mynd: Getty Images
Phil Neville hefur verið ráðinn þjálfari enska kvennalandsliðsins. Knattspyrnusamband Englands var að senda frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Neville hafi skrifað undir samning til 2021.

Neville lagði fótboltaskóna á hilluna árið 2013 og fór fljótlega eftir það að starfa sem þjálfari. Neville hefur verið í þjálfaraliðinu hjá Manchester United, Valencia og enska U21 árs landsliðinu. Hann hefur stýrt einum leik sem aðalþjálfari en það var hjá utandeildarliðinu Salford City. Hann er einn af eigendum liðsins.

Mark Sampson var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Englands í september síðastliðinum eftir ásakanir um kynþáttafordóma.

Neville sagði í viðtali á dögunum að þetta starf, með enska kvennalandsliðið, væri það besta sem hann gæti óskað sér.

„Ég hef tækifæri á að fara á HM og að ná árangri með hópi af frábærum leikmönnum. Sem þjálfari er það besta starfið sem ég gæti óskað mér," sagði Neville í samtali við BBC.

England er í þriðja sæti á heimslista FIFA og verður með sigurstranglegri liðum á HM í Frakklandi á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner