þri 23. janúar 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Poyet hefði ekki tekið við starfinu án Malcom
Poyet stýrði Brighton og Sunderland á rúmlega fimm ára skeiði í enska boltanum.
Poyet stýrði Brighton og Sunderland á rúmlega fimm ára skeiði í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet tók við Bordeaux í franska boltanum um helgina og hefur strax gefið frá sér skýra yfirlýsingu um framtíð Malcom.

Poyet segir brasilíska ungstirnið ekki vera á förum í janúarglugganum þrátt fyrir mikinn áhuga.

Arsenal og Tottenham hafa verið orðuð sterklega við Malcom en Arsenal dró sig úr kapphlaupinu í síðustu viku.

Poyet segir að hann hefði ekki tekið við starfinu ef Malcom yrði seldur. Bordeaux er í neðri hluta deildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæðinu.

„Það fyrsta sem ég spurði að í samningsviðræðunum við Bordeaux var hvort Malcom yrði áfram hjá félaginu," sagði Poyet við L'Equipe.

„Þeir svöruðu játandi og þá sagði ég að viðræðurnar gætu haldið áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner