Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sif Atla: Þarf að bjóða pabba út að borða
Sif spilaði sinn 70. landsleik í dag.
Sif spilaði sinn 70. landsleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað svekkjandi að tapa og svona, en mér fannst við vera með ákveðinn kraft allan tímann og gáfumst ekki upp. Við vorum að reyna, vorum nálægt því en náðum samt ekki að setja markið. Ég er mjög ánægð með leikinn," sagði landsliðskonan reynda, Sif Atladóttir eftir 2-1 tap gegn Noregi á La Manga á Spáni í dag, en um vináttulandsleik var að ræða.

Nokkrir nýliðar voru að spila með Íslandi í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið fer erlendis í æfingaferð í janúar.

„Þetta hjálpar okkur að taka næsta skref. Það voru fimm leikmenn sem fengu sinn fyrsta landsleik í dag og það skiptir miklu máli fyrir okkur upp á breiddina," sagði Sif.

Sif var að spila sinn 70. landsleik í dag. Þar með jafnaði hún föður sinn, Atla Eðvaldsson, í landsleikjum spiluðum.

„Þetta er fín tilfinning. Pabbi sagði við mig að þegar ég fer yfir hann þá þyrfti ég að bjóða honum út að borða. Ég stend við það."

Viðtalið er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner