Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var engin þörf fyrir Rondon að fella tár"
Alan Pardew, stjóri West Brom, þurfti að hughreysta sóknarmanninn.
Alan Pardew, stjóri West Brom, þurfti að hughreysta sóknarmanninn.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Salomon Rondon, sem er á mála hjá West Brom, var niðurbrotinn og lét nokkur tár falla eftir baráttu sína við James McCarthy, miðjumann Everton, um helgina.

McCarthy tvífótbrotnaði eftir baráttu sína við Rondon og mun ekki koma meira við sögu á þessari leiktíð.

Hinn 27 ára gamli McCarthy tók tæklingu þegar Rondon var að fara í skot með þeim afleiðingum að McCarthy meiddist hörmulega.

Rondon brast í grát eftir að hafa séð hvað gerðist. Eftir leik sendi hann batakveðjur á McCarthy.

Íslandsvinurinn Stan Collymore var ekki hrifinn af því að sjá Rondon gráta og lét vita af því í pistli sínum fyrir Daily Mirror.

„Fótbrot eru hluti af fótbolta, það hefur alltaf verið þannig. Þetta var ekki Rondon að kenna og það var því engin þörf fyrir hann að fella tár," skrifaði Collymore.

„Hann verður að bretta upp ermar og halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner