Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Rúrik þreytti fraumraun sína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingolfstadt 0 - 0 Sandhausen

Rúrik Gíslason þreytti frumraun sína með Sandhausen í Þýskalandi í kvöld. Rúrik skipti yfir til Sandhausen í síðustu viku eftir að hafa fengið lítið að spila með Nurnberg.

„Þetta er ekki sögu­fræg­asta fé­lag í Þýskalandi en það er á sínu sjötta tíma­bili í þess­ari deild, virðist vera að bæta sig og er aðeins tveim­ur sæt­um á eft­ir Nürn­berg í deild­inni," sagði Rúrik í samtali við mbl.is eftir að hann gekk í raðir Sandhausen.

Í kvöld byrjaði hann á bekknum enda í litlu leikformi. Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og spilaði síðustu mínúturnar. Hann náði þó ekki að hjálpa Sandhausen að vinna, leikurinn var markalaus.

Sandhausen er í sjötta sæti, sex stigum frá efstu liðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner