Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Van Persie: Ég skulda Arsene Wenger allt
Van Persie spilaði lengi undir stjórn Wenger hjá Arsenal.
Van Persie spilaði lengi undir stjórn Wenger hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Robin van Persie er á þeirri skoðun að Arsene Wenger sé besti knattspyrnustjóri í heimi.

Van Persie segist „skulda Wenger allt."

Van Persie fór til Arsenal árið 2004, en yfirgaf félagið 2012 og gekk þá í raðir Manchester United, eitthvað sem pirraði marga stuðningsmenn Arsenal gríðarlega mikið á sínum tíma.

Hann vann ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United, undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þrátt fyrir það er Wenger bestur í sínu fagi að mati Van Persie.

„Arsene Wenger er besti knattspyrnustjóri í heimi," sagði Van Persie. „Ég vil að hann nái árangri með Arsenal. Hann á það skilið."

„Ég skulda Arsene Wenger allt. Hann var gífurlega mikilvægur í þróun minni sem leikmaður og sem manneskju."

„Ég á bara góðar minningar. Ég naut hvers dags, hverrar mínútu sem ég vann, æfði og spilaði fyrir Arsene."

Van Persie er orðinn 34 ára en hann samdi nýlega við uppeldisfélag sitt í Hollandi, Feyenoord.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner