Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vandræðaleg tíst rifjuð upp - Neville hættir á Twitter
Phil Neville og bróðir hans, Gary.
Phil Neville og bróðir hans, Gary.
Mynd: Getty Images
Phil Neville var í dag ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins Englands og mun hann stýra því til ársins 2021.

Neville lagði fótboltaskóna á hilluna árið 2013 og fór fljótlega eftir það að starfa sem þjálfari. Neville hefur verið í þjálfaraliðinu hjá Manchester United, Valencia og enska U21 árs landsliðinu. Hann hefur stýrt einum leik sem aðalþjálfari en það var hjá utandeildarliðinu Salford City. Hann er einn af eigendum liðsins.

Fljótlega eftir að tilkynnt var um ráðningu Neville í kvöld fóru í dreifingu gömul og vandræðaleg tíst frá honum.

„Góðan daginn karlmenn, nokkrir klukkutímar af krikketi áður en ég fer að vinna," skrifaði Neville á Twitter fyrir sex árum síðan. Fjölmargir svöruðu honum og spurðu hvort hann myndi eitthvað minnast á konur en við því sagði hann: „Þegar ég bauð karlmenn góðan daginn, þá hélt ég að konur yrðu uppteknar við að gera morgunmat/gera börnin tilbúin í skólann/búa um rúmin."

Eftir að þessi tíst voru grafin upp ákvað Neville að eyða Twitter-reikningi sínum, sem var með 1,6 milljónir fylgjenda.

Ekki draumabyrjunin fyrir Phil Neville í nýju starfi.



Athugasemdir
banner
banner
banner