,,Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og Hermann hefur tekið frábærlega á móti mér. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt hingað til," sagði enski markvörðurinn David James í viðtali eftir að hafa horft á ÍBV og Fjölni gera 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í dag.
James kom til landsins í fyrradag en hann er að skoða aðstæður hjá ÍBV. Möguleiki er á að James verði spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV en hann er sjálfur spenntur fyrir því að semja við Eyjamenn.
James kom til landsins í fyrradag en hann er að skoða aðstæður hjá ÍBV. Möguleiki er á að James verði spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV en hann er sjálfur spenntur fyrir því að semja við Eyjamenn.
,,Ég myndi vilja það, því Hermann er frábær náungi. Við sjáum til," sagði James í dag en hann segist vera opinn fyrir því að vera aðstoðarþjálfari hjá Hermanni.
,,Ef hann heldur ekki áfram að gefa mér pizzur að borða," sagði James léttur í bragði.
,,Þetta hefur verið góð ferð hingað til. Ég æfði aðeins með strákunum í gær og ég hef rætt við Hermann um þjálfarahliðina og það að vera með sigursælt lið. Það hefur verið mjög hvetjandi."
James hefur í vetur leikið með Bournemouth í ensku C-deildinni en hann missti sæti sitt þar í síðasta mánuði.
,,Ég er ennþá hjá Bournemouth og Eddie Howe stjóri þeirra leyfði mér að koma hingað. Ég hef ekki spilað síðustu 4-5 leiki svo ég fékk að koma hingað og skoða mig um."
James segist ekki þekkja mikið til íslenska fótboltans. ,,Ég þekkti nokkra leikmenn. Árna (Gaut Arason) markvörð hjá Manchester City 2003, Eið Guðjohnsen og Hermann. Ég hef aldrei spilað hérna áður svo þetta var fyrsti leikurinn sem ég sé hér."
Hér að ofan má sjá viðtalið við David James í heild sinni.
Athugasemdir