Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
banner
   lau 23. febrúar 2013 17:42
Magnús Már Einarsson
David James: Ég vil semja við ÍBV
,,Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og Hermann hefur tekið frábærlega á móti mér. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt hingað til," sagði enski markvörðurinn David James í viðtali eftir að hafa horft á ÍBV og Fjölni gera 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í dag.

James kom til landsins í fyrradag en hann er að skoða aðstæður hjá ÍBV. Möguleiki er á að James verði spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV en hann er sjálfur spenntur fyrir því að semja við Eyjamenn.

,,Ég myndi vilja það, því Hermann er frábær náungi. Við sjáum til," sagði James í dag en hann segist vera opinn fyrir því að vera aðstoðarþjálfari hjá Hermanni.

,,Ef hann heldur ekki áfram að gefa mér pizzur að borða," sagði James léttur í bragði.

,,Þetta hefur verið góð ferð hingað til. Ég æfði aðeins með strákunum í gær og ég hef rætt við Hermann um þjálfarahliðina og það að vera með sigursælt lið. Það hefur verið mjög hvetjandi."

James hefur í vetur leikið með Bournemouth í ensku C-deildinni en hann missti sæti sitt þar í síðasta mánuði.

,,Ég er ennþá hjá Bournemouth og Eddie Howe stjóri þeirra leyfði mér að koma hingað. Ég hef ekki spilað síðustu 4-5 leiki svo ég fékk að koma hingað og skoða mig um."

James segist ekki þekkja mikið til íslenska fótboltans. ,,Ég þekkti nokkra leikmenn. Árna (Gaut Arason) markvörð hjá Manchester City 2003, Eið Guðjohnsen og Hermann. Ég hef aldrei spilað hérna áður svo þetta var fyrsti leikurinn sem ég sé hér."

Hér að ofan má sjá viðtalið við David James í heild sinni.
Athugasemdir
banner