Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   lau 23. febrúar 2013 17:20
Hafliði Breiðfjörð
David James verður aðstoðarþjálfari ÍBV ef hann semur
Mynd: Hermann Hreiðarsson
David James verður aðstoðarþjálfari ÍBV ef hann semur við félagið en þetta staðfesti Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag.

James sagði sjálfur í viðtali við Fótbolta.net í dag að hann sé jákvæður á að ganga til liðs við félagið en hann hefur verið hér á landi síðustu daga og sá leik liðsins gegn Fjölni í Lengjubikarnum í dag.

Hann hefur verið að afla sér þjálfararéttinda á Englandi og ef hann kemur til Vestmannaeyja þá verður hann spilandi aðstoðarþjálfari.

Sjónvarpsviðtöl við David James og Hermann eru væntanleg hér á Fótbolta.net innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner