Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fim 23. febrúar 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Wayne Rooney varð á dögunum markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Wayne Rooney varð á dögunum markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, gæti verið á leið til Kína áður en félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudag. Rooney á ekki fast sæti í liði United en framtíð hans var til umræðu í sjónvarpsþætti vikunnar hjá Fótbolta.net.

„Mér líður eins og hann sé bróðir minn. Ég vil ekki að hann fari en það er bara af eigingirni. Í rauninni er ekki vitlaust að fara á þessum tímapunkti af því að hann náði metinu um daginn en mig langar ekki að hann fari. Ég væri til í að sjá hann fara í sumar," sagði Hildur Einarsdóttir sem var gestur í þættinum.

„Ég er búinn að horfa á heimildarmyndina um hann sjö sinnum. Þetta er erfitt. Ég geri mér alveg grein fyrir því, þegar ég tek United gleraugun af, að hann er ekki að spila að viti og þetta væri flott rós í hnappagatið fyrir hann að fara til Kína og spila þar."

Fanndís Friðriksdóttir var líka á meðal gesta og hún segir að Rooney eigi að taka tilboði frá Kína. „Ég held að hann eigi að fara. Hann er búinn að ná metinu og hann er búinn fyrir mér," Fanndís

Kjartan Atli Kjartansson var einnig gestur í þættinum og hann er sammála Hildi og Fanndísi í því að Rooney eigi að fara til Kína.

„Hann hefur aldrei verið einn af þeim allra bestu. Ronaldo og Messi eru miklu betri en hann. Samt getur hann sagt að hann sé markahæstur í sögu United, ef hann fer til Kína þá er hann fyrsta evrópska stjarnan þar og verður launahæsti leikmaður heims um tíma. Þetta er virkilega góður ferill miðað við það sem hann hafði úr að spila," sagði Kjartan.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner