fös 23. febrúar 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal nær ekki að vinna í bláu
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur verið í vandræðum á þessu tímabili og hafa margar ástæður verið gefnar fyrir því. Leikmönnunum, stjóranum og mörgu fleiri hefur verið kennt um.

En það er einnig hægt að kenna búningavalinu um. Það er nefnilega ótrúlegur munur á gengi liðsins eftir því hvort það spilar í aðalbúningnum eða bláum varabúnginum.

Þegar liðið spilar í bláa varabúningnum er gengið hörmulegt og hélt það áfram gegn sænska liðinu Östersund í Evrópudeildinni í gær þar sem lokatölurnar urðu 2-1 fyrir Östersund. Arsenal komst áfram þrátt fyrir tapið eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0.

Arsenal hefur tapað öllum leikjum sínum í varabúningnum, nema einum - það var 1-1 jafntefli gegn Southampton.

Það er spurning hvort Arsenal eigi ekki bara að losa sig við þennan búning.

Árangur Arsenal í bláa búningnum á tímabilinu:
Tap - 2-1 gegn Östersund
Tap - 3-1 gegn Swansea
Tap - 2-1 gegn Bournemouth
Tap - 4-2 gegn Nottingham Forest
Jafntefli - 1-1 gegn Southampton
Tap - 1-0 gegn Köln
Tap - 2-1 gegn Watford
Tap - 4-0 gegn Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner