Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2018 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Baldvins: Spilaði 30 mínútur og gat ekki andað
Ætlar að taka víkingaklappið með stuðningsmönnum
Guðjón er í láni hjá Kerala Blasters í Indlandi. ,,Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef upplifað, hér er öðruvísi menning, þetta er öðruvísi land - allt er öðruvísi en ég hef gaman af því að sjá öðruvísi hluti og nýja hluti.
Guðjón er í láni hjá Kerala Blasters í Indlandi. ,,Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef upplifað, hér er öðruvísi menning, þetta er öðruvísi land - allt er öðruvísi en ég hef gaman af því að sjá öðruvísi hluti og nýja hluti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson vakti mikla athygli þegar hann gekk í raðir indverska liðsins Kerala Blasters á dögunum, á lánssamningi frá Stjörnunni. Guðjón verður í eldlínunni í dag þegar lærisveinar David James í Blasters eiga heimaleik við Chennaiyin.

Leikurinn er mikilvægur fyrir Blasters sem er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina í Indversku Ofurdeildinni.

Fyrir leikinn í dag var Guðjón tekinn í stutt spjall sem var í kjölfarið birt á Twitter síðu félagsins.

„Þetta hefur verið frábær reynsla hingað til. Ég hef fengið hlýjar móttökur frá Kerala fjölskyldunni," segir Guðjón sem segir að þetta sé hans fyrsta heimsókn til Indlands.

„Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef upplifað, hér er öðruvísi menning, þetta er öðruvísi land - allt er öðruvísi en ég hef gaman af því að sjá öðruvísi hluti og nýja hluti."

Aðstæðurnar til fótboltaiðkunar á Indlandi eru allt, allt öðruvísi en til að mynda hér á Íslandi. Íslenskir knattspyrnumenn berjast við veðurguðina og það gera indverskir knattspyrnumenn líka, þó á öðrum nótum. Á meðan það er stormur á Íslandi er hitinn í hámarki í Indlandi.

„Fyrsti leikjurinn var algjört sjokk fyrir mig. Ég spilaði 30 mínútur og ég gat ekki andað. Eftir fimm mínútur varð ég að stoppa og fá mér vatnsopa, ég var ekki að trúa því hversu erfitt þetta var."

Að lokum var hann spurður að því hvort hann væri með einhver skilaboð til stuðningsmanna.

„Ég vonast til að sjá ykkur öll á vellinum og vonandi getum við tekið víkingaklappið saman," sagði Guðjón léttur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner