Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. febrúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Heimir um HM hópinn: Fleiri sem koma til greina en fyrir EM
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, reiknar með að það verði erfiðara að velja 23 manna hópinn fyrir HM heldur en það var að velja hópinn fyrir EM árið 2016. Heimir talar um þetta í þættinum Návígi sem birtist á Fótbolta.net í gær.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Hallgríms í Návígi

„Já klárlega, Það eru mun fleiri sem koma til greina. Við völdum 30 leikmenn til Katar (í nóvember)," sagði Heimir aðspurður hvort að valið verði erfiðara núna en fyrir tveimur árum.

„Það voru 30 leikmenn sem voru búnir að taka þátt í HM verkefninu okkar. Það er stór hópur og núna eru fleiri yngri leikmenn að banka á dyrnar og enginn hættur. Hópurinn er að þéttast og margir leikmenn eru að spila í betri liðum og betri deildum heldur en áður. Þetta er allt á réttri leið en svona hlutir gerast hægt og við verðum að vanda okkur."

Velja strax 23 manna hóp
Gefið hefur verið út að íslenski lokahópurinn verði líklega tilkynntur 11. maí, eða rúmum mánuði fyrir fyrsta leik gegn Argentínu þann 16. júní.

„Fyrir EM þá völdum við 23 menn strax. Ekki 30-35 menn eins og flesir gera og skera hægt og rólega niður fram að lokadagsetningu. Við völdum 23 strax síðast og okkur fannst það vera rétt ákvörðun. Við ætlum að endurtaka það," sagði Heimir.

Stærri hópur til Bandaríkjanna
Í mars mætir Ísland bæði Perú og Mexíkó í vináttuleikjum í Bandaríkjunum. Fleiri en 23 leikmenn fara í þá ferð áður en 23 manna hópurinn verður valinn í mars.

„Á móti ætlum við að fara með stærri hóp til Bandaríkjanna. Þar förum við yfir allt það sem mun gerast í undirbúningi fyrir Rússland og í Rússlandi. Við ætlum að nota þessa mars ferð til Bandaríkjanna eins vel og mögulegt er."


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Hallgríms í Návígi

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Athugasemdir
banner
banner
banner