fös 23. febrúar 2018 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herrera gæti verið frá í „tvær, þrjár, fjórar, fimm eða sex vikur"
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla.. Þetta sagði Jose Mourinho, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í dag.

Herrera fór meiddur af velli gegn Sevilla í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld.

„Ander Herrera er frá, ég veit ekki hver lokagreiningin er en hann verður frá í nokkrar vikur," sagði Mourinho í dag.

„Hvort það eru tvær, þrjár, fjórar, fimm eða sex vikur veit ég ekki, en það verða nokkar vikur."

Herrera var að snúa aftur eftir gegn Sevilla að hafa misst af leikjum gegn Huddersfield og Newcastle á dögunum vegna meiðsla en endurkoman var stutt hjá honum.

Man Utd spilar við Chelsea á sunnudaginn en United mun sakna Herrera í þeim leik. Á síðasta tímabili átti hann stóran þátt í sigri United á Chelsea á Old Trafford þegar hann var með Eden Hazard í strangri vörslu allan leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner