Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. febrúar 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jose Fonte til Dalian Yifang (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jose Fonte hefur yfirgefið herbúðir West Ham og er búinn að gera samning við Dalian Yifang. Frá þessu er sagt á heimasíðu Lundúnafélagsins.

Kaupverðið er ekki gefið upp, en talið er að það hljóði upp á 5 milljónir punda.

Fonte kom til West Ham frá Souhampton á átta milljónir punda á janúar í fyrra.

Portúgalinn hefur einungis leikið átta leiki á þessu tímabili en meiðsli á ökkla hafa sett strik í reikninginn hjá honum.

David Moyes, stjóri West Ham, sat fyrir svörum á blaðamannafundi áðan en þar fékk hann spurningu um Fonte.

„Hann vill vera í landsliðshópi Portúgal fyrir HM og ég óska honum góðs gengis. Hann er flottur atvinnumaður," sagði Moyes sem segist vera farinn að plana fyrir næsta tímabil, þótt það sé ekki víst að hann verði við stjórnvölin hjá félaginu þá.

„Við erum að plana, hvort sem það sé fyrir mig eða einhvern annan," sagði Moyes.

West Ham heimsækir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner