fös 23. febrúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane: Wilshere ofmetnasti leikmaður heims
Jack Wilshere gæti komist á HM takist honum að halda sér heilum.
Jack Wilshere gæti komist á HM takist honum að halda sér heilum.
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði fyrir Östersund í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en komst áfram eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og knattspyrnusérfræðingur hjá ITV tjáði sig um gæði liðsins eftir tap Arsenal og sagði Jack Wilshere vera ofmetnasta leikmann heims.

„Arsenal er frábært dæmi um hvernig á ekki að byrja fótboltaleik. Þeir voru skelfilegir, það vantaði allan baráttuvilja í leikmenn," sagði Roy Keane á ITV.

„Þetta höfum við séð oft hjá Arsenal. Þetta gerðist í bikarnum gegn Nottingham Forest.

„Leikmenn eru ekki tilbúnir til að deyja fyrir málstaðinn og maður lítur upp til fyrirliðans. Það er ekki gott þegar Wilshere er með bandið. Að mínu mati er hann ofmetnasti leikmaður í heimi."


Wilshere átti ekki góðan leik gegn Östersund en hefur þótt sýna góða takta á tímabilinu og gæti nælt sér í landsliðssæti fyrir HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner