Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. febrúar 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Salah vill vinna deildina með Liverpool
Mynd: Getty Images
Mo Salah sóknarmaður Liverpool segir að draumur hans sé að sigra ensku úrvalsdeildina með liðinu. Þá vill hann að Liverpool geri eitthvað sérstakt í Meistaradeildinni í vetur.

Liðið getur komist upp í annað sæti deildarinnar með sigri á West Ham á laugardaginn og eru í góðri stöðu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 5-0 sigur gegn Porto á útivelli.

Salah hefur skorað 22 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Liverpool á tímabilinu eftir að hafa komið frá Roma fyrir 34 milljónir punda síðasta sumar.

„Ég kom hingað til þess að vinna titla. Við leggjum okkur 100% fram til þess að reyna að vinna eitthvað fyrir félagið."

Salah spilaði 3 leiki sem varamaður þegar Chelsea vann deildina árið 2015. Hann fór í kjölfarið til Fiorentina og Roma á láni áður en hann gekk til liðs við Roma fyrir 12 milljónir punda í ágúst 2016.

Salah hefur staðið sig frábærlega í endurkomunni í ensku deildina og vonast til þess að geta hjálpað Liverpool að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2012.

„Það er langt síðan félagið vann deildina. Það er draumur minn að vinna ensku úrvalsdeildina en ég vill gera það með Liverpool."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner