Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. mars 2017 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Áhorfandi vill fá 12 milljónir í skaðabætur frá Bayern
Mynd: Getty Images
Fritz Rettensteiner, austurrískur karlmaður, var á Allianz Arena til að horfa á viðureign Bayern München gegn Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2014.

Fritz fékk því miður ekki að sjá leikinn vegna þess að miðalaus stuðningsmaður Man Utd lenti á honum þegar hann hoppaði yfir hliðið til að smygla sér inn á völlinn.

Fritz þurfti að fara beinustu leið á spítala. Hann missti tönn og endaði með brákaða hnéskel og olnboga.

Þrjú ár eru liðin frá atvikinu og þarf Fritz enn í dag að nota staf til að ganga.

Austurríkismaðurinn ákvað að kæra FC Bayern fyrir atvikið og er málið í gangi fyrir þýskum dómstólum, en dómari málsins reyndi að koma með málamiðlun á dögunum sem báðir aðilar höfnuðu.

Fritz vill fá 100 þúsund evrur, eða 12 milljónir króna, í skaðabætur.
Athugasemdir
banner
banner