Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2017 18:14
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Blaðamaður í Kosóvó: Hvar á að fagna? Við vinnum þennan leik
Icelandair
Albert Bunjaki er þjálfari Kosóvó.
Albert Bunjaki er þjálfari Kosóvó.
Mynd: Getty Images
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kosóvó, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir viðureignina gegn Íslandi sem verður á morgun. Hann fékk áhugaverða spurningu frá einum blaðamanni frá Kosovó.

„Hvar verður sigrinum fagnað? Ég spyr að þessu því ég veit að við vinnum þennan leik," sagði blaðamaðurinn sem var greinilega af gamla skólanum og með mikla reynslu að baki.

Spurningin uppskar hlátur í salnum en Bunjaki svaraði með því að sýna ætti íslenska landsliðinu virðingu, árangur þess talaði sínu máli.

„Leikmenn Íslands hafa spilað lengi saman og þekkja vel inn á hvorn annan. Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum, ef það tekst mun ég ekki fagna heldur fer ég að undirbúa næsta leik."

Óvænt úrslit handan við hornið
Bunjaki talaði vel um íslenska landsliðið og Heimi Hallgrímsson á fréttamannafundinum. Hann sagði að Ísland væri fyrirmynd fyrir landslið annarra lítilla þjóða.

„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að fara að mæta liði sem komst í 8-liða úrslit í lokakeppni Evrópumótsins. Ég býst við baráttuleik á morgun, líkamlegum átökum og ákefð. Ísland er auðvitað sigurstranglegra liðið í leiknum," sagði Bunjaki.

„Okkar lið er sífellt að bæta sig, það er að vaxa. Ég finn að við erum nálægt því að ná úrslitum sem koma á óvart. Vonandi verður heppnin á okkar bandi á morgun því við höfum verið óheppnir í síðustu leikjum."

„Kosóvó er að vaxa sem lið en við verðum að vera raunsæir. Við erum að mæta liðum sem hafa verið lengi saman, en við getum komið á óvart. Í fótbolta er alltaf hægt að koma á óvart og vonandi gerum við það á morgun."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner