Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 23. mars 2017 11:05
Magnús Már Einarsson
Jonas Olsson til Djurgarden (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sænski varnarmaðurinn Jonas Olsson hefur fengið sig lausan undan samningi hjá WBA.

Olsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Djurgarden í heimalandi sínu en sænska úrvalsdeildin hefst eftir tíu daga.

Hinn 34 ára gamli Olsson hefur leikið undanfarin níu ár með WBA.

Hann hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina og hefur alls skorað 14 mörk í 253 leikjum með WBA.

„Ég tel að ég eigi ennþá nokkur góð ár eftir en gæðin og samkeppnin í hópnum hjá WBA þýða að það var erfitt fyrir mig að sjá fram á að fá tækifæri í liðinu," sagði Olsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner