Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2017 14:30
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Myndir: Flottur völlur í Shkoder - Heimir ánægður með aðstæður
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland æfði á vellinum í morgun.
Ísland æfði á vellinum í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er allt í fínum málum hérna. Hótelið er gott, borgin falleg og leikvangurinn er frábær," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í Shkoder í Albaníu í dag.

Kosóvó spilar heimaleiki sína í undankeppni HM á Loro Borici leikvanginum í Albaníu. Ástæðan er sú að þjóðarleikvangurinn í Pristina í Kosóvó er í niðurníslu og enginn leikvangur í Kosóvó uppfyllir skilyrði FIFA.

Það stendur allt til bóta og ríkisstjórnin í Kosóvó hefur gefið grænt ljós á nýjan þjóðarleikvang í Kosóvó, vinna er farin af stað.

Það er ekki hægt að kvarta undan aðstæðunum á Loro Borici vellinum og var okkur sagt að klefi íslenska landsliðsins væri á tveimur hæðum, á þeirri neðri væri gervigras þar sem hægt væri að gera upphitunaræfingar.

Loro Borici leikvangurinn var endurbyggður í fyrra og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Völlurinn sjálfur er flottur og tekur um 16 þúsund manns í sæti. Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net verða í kringum 20-30 íslenskir áhorfendur á vellinum, þar á meðal einhverjir sem ferðuðust frá Íslandi.

Leikvangurinn er skírður í höfuðið á Loro Borici sem lék fyrir albanska landsliðið 1945–1957 en hann fæddist í Shkoder.

Leikur Íslands og Kosóvó á morgun hefst 19:45 að íslenskum tíma en með þessari frétt má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók af Loro Borici vellinum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner