Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 23. mars 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Neymar verður besti leikmaður heims á næstu árum"
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Juliano Belletti, hægri bakvörður sem var hjá Barcelona í þrjú ár og Chelsea í þrjú ár, segist handviss um að Neymar verði besti leikmaður í heimi eftir nokkur ár.

Belletti á 23 landsleiki að baki fyrir Brasilíu og hefur það mikla trú á samlanda sínum að hann telur hann geta skákað Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

„Neymar gæti orðið besti leikmaður í heimi á næstu árum. Hann er gríðarlega reyndur og er í besta knattspyrnufélagi heims," sagði Belletti.

„Við munum sjá Neymar verða betri og betri, það er gott að hann sé brasilískur því Börsungar hafa alltaf verið með frekar brasilískan stíl."

Neymar var í lykilhlutverki er Barcelona sló PSG úr Meistaradeildinni á ævintýralegan hátt, með 6-1 sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner