Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2017 19:30
Magnús Már Einarsson
Podolski: Wenger er Arsenal
Podolski lék þrjú tímabil með Arsenal.
Podolski lék þrjú tímabil með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lukas Podolski, fyrrum leikmaður Arsneal, telur að það verði erfitt fyrir félagið að fylla skarð Arsene Wenger ef Frakkinn hættir með liðið í sumar.

„Ég veit ekki hver maðurinn er sem gæti tekið við af honum. Hann er Arsenal," sagði Podolski um Wenger.

Podolski, sem lék í gær kveðjuleik sinn með þýska landsliðinu, segist ekki geta útskýrt af hverju Arsenal hefur gengið illa undanfarnar vikur.

„Ég fylgist með næstum hverjum einasta leik. Ef ég horfi ekki í beinni þá fylgist ég með á samfélagsmiðlum. Ég veit ekki hvað er búið að gerast," sagði Podolski.

„Arsene Wenger er góður náungi og góður þjálfari. Hann byggði þetta félagið upp úr engu. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næstu mánuðina."
Athugasemdir
banner