Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Þrjú lönd berjast um framherja Man Utd
 Joshua Bohui (til vinstri).
Joshua Bohui (til vinstri).
Mynd: Twitter
Frakkland og Fílabeinsströndin eru að berjast við England um að fá Joshua Bohui, framherja Manchester United, til að spila með landsliðum sínum.

Hinn 18 ára gamli Bohui kom til Manchester United frá Brentford í fyrrasumar.

Á þessu tímabili hefur þessi fljóti leikmaður staðið sig vel með bæði U18 og U23 ára liði United.

Í fyrra spilaði Bohui með U17 ára landsliði Englands en nú vilja Frakkland og Fílabeinssröndin fá hann í sínar raðir.

Faðir Bohui er frá Fílabeinsströndinni en hann á einnig ættir að rekja til Frakklands.
Athugasemdir
banner
banner
banner