fim 23. mars 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Toppslagur í Úrúgvæ
Mynd: Getty Images
Það fer heil umferð fram í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM 2018 í Rússlandi.

Tveir stórslagir eru á dagskrá þar sem toppliðin mætast annars vegar og Argentína tekur á móti Síle hins vegar.

Úrúgvæ er í öðru sæti undankeppninnar eftir tap gegn Síle í síðustu umferð og fær topplið Brasilíu í heimsókn, sem er búið að vinna fimm leiki í röð á afar sannfærandi máta.

Síle og Argentína eru í 4. og 5. sæti undankeppninnar, en Ekvador er í því þriðja.

Kólumbía, sem er óvænt í 6. sæti, verður að vinna Bólivíu í kvöld til að komast í efri hluta riðilsins.

Leikir kvöldsins:
20:30 Kólumbía - Bólivía
23:00 Paragvæ - Ekvador
23:00 Úrúgvæ - Brasilía
23:30 Argentína - Síle
23:30 Venesúela - Perú
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner