Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 23. mars 2018 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Bjössi Hreiðars: Spilum alltaf bara einn leik í hverri umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur lenti ekki í erfiðleikum gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld.

Patrick Pedersen skoraði tvö í 3-1 sigri og var Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, ánægður með sína menn að leikslokum.

„Við vorum mjög góðir lengst af í þessum leik. Við reynum að halda boltanum og stjórna tempóinu," sagði Bjössi að leikslokum.

Bjössi var mjög ánægður með frammistöðu Tobias Thomsen sem réði öllu á miðjunni og lagði síðasta mark leiksins upp fyrir Patrick Pedersen.

Haukur Páll Sigurðsson átti að byrja á miðjunni í dag en var tekinn úr byrjunarliðinu vegna smávægilegra meiðsla.

„Hann meiddist aðeins í upphitun en það er ekkert alvarlegt. Við erum að fara út eftir tvo daga og það er stutt í mót, við viljum ekki taka óþarfa áhættur með menn sem eru hálftæpir."

Bjössi segist ekki finna fyrir neinni pressu þrátt fyrir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum síðasta sumar.

„Ég held að við séum ekki með fleiri stig heldur en nokkuð annað lið í byrjun og við spilum alltaf bara einn leik í hverri umferð.

„Ég held að hvert lið ætti bara að hugsa um sjálft sig og sjá hverju það skilar. Við ætlum allavega að gera það."

Athugasemdir
banner
banner