Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. mars 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Dybala og Icardi í basli - Ekki í hópnum gegn Íslandi?
85 dagar í Ísland-Argentína á HM
Icelandair
Paolo Dybala.
Paolo Dybala.
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að það verði erfitt fyrir Paulo Dybala framherja Juventus og Mauro Icardi framherja Inter að komast í hópinn fyrir HM í sumar.

Leikmennirnir eru ekki í hópnum sem mætir Ítalíu í kvöld og Spáni á þriðjudag. Ólíklegt er að þeir verði í hópnum sem mætir Íslandi á HM þann 16. júní ef marka má orð Sampaoli.

Dybala hefur skorað 21 mark á tímabilinu og Icardi 22 mörk en þeir gætu þó misst af sæti í HM hópi Argentínu.

„Það hefur reynst Dybala erfitt að venjast leikkerfinu okkar," sagði Sampaoli en Argentína hefur verið að spila 3-3-3-1 þar sem Dybala hefur verið á kantinum.

„Við gátum ekki bætt frammistöðu hans og við þurfum að skoða hvort að leikmennirnir sem eru í hópnum núna séu betri en Paulo eða hvort við þurfum að halda áfram að vinna með Paulo og reyna að bæta frammistöðu hans."

„Staða Icardi er svipuð og hjá Dybala. Icardi hefur ekki náð að færa frammstöðu sína með Inter yfir í argentínska landsliðið."

Sjá einnig:
Hörður Björgvin: Næ vonandi að berja Dybala aðeins niður
Athugasemdir
banner
banner
banner