Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hversu verðmætir eru leikmenn Man City?
367 milljónir.
367 milljónir.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða alltof miklum pening í leikmenn en árangurinn virðist ekki ætla að láta standa á sér.

Leikmennirnir sem Guardiola hefur keypt til Manchester City hafa flestir hækkað í verði frá komu sinni og hefur verðmiði sumra tvöfaldast.

Verðmiðar leikmanna sem voru keyptir fyrir tíð spænska stjórans hafa einnig hækkað talsvert og er Kevin De Bruyne verðmætasti leikmaður félagsins í dag.

De Bruyne var keyptur á 55 milljónir punda fyrir þremur árum og hefur verðmiðinn þrefaldast á þessum tíma. Belgíski miðjumaðurinn er 153 milljón punda virði í dag, þó að ljóst sé að það þyrfti töluvert hærra tilboð til að lokka hann burt.

Pep borgaði um 45 milljónir fyrir Leroy Sane sumarið 2016, en þýski kantmaðurinn er 132 milljóna virði núna. Raheem Sterling er 121 milljón punda virði og eru því þrír leikmenn félagsins metnir á yfir 100 milljónir punda.

Það styttist í að Gabriel Jesus verði metinn á yfir 100 milljónir en ólíklegt er að verðmæti Sergio Aguero aukist með aldrinum.

Dýrustu leikmenn Man City
1. Kevin De Bruyne 153m
2. Leroy Sane 132m
3. Raheem Sterling 121m
4. Gabriel Jesus 98m
5. Sergio Aguero 93m
6. Bernardo Silva 89m
7. Ederson 86m
8. Kyle Walker 77m
9. Nicolas Otamendi 77m
10. John Stones 74m
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner