Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. mars 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Landsliðsfólk sendir grunnskólakrökkum hvetjandi skilaboð
Icelandair
Alfreð Finnbogason sendi krökkunum hvetjandi skilaboð.
Alfreð Finnbogason sendi krökkunum hvetjandi skilaboð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um 4.000 íslenskir nemendur úr öllum grunnskólum landsins taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl næstkomandi.

Áhersla hefur verið lögð á að skapa jákvætt viðhorf gagnvart þátttöku í skólunum og minna almennt á mikilvægi þess fyrir nemendurna sjálfa að standa sig vel í því sem þeir taka sér fyrir hendur og hvað metnaður í námi getur skilað þeim í framtíðinni.

Til að miðla þessari hvatningu og jákvæðni hafa eftirtalin lagt verkefninu lið og tekið upp hvetjandi skilaboð til krakkanna.

Alfreð Finnbogason, Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson landsliðsmenn í knattspyrnu, Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir landsliðskonur í knattspyrnu, Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og aðstoðarmaður hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu, Jón Jónsson tónlistarmaður og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.

Hér að neðan má sjá myndböndin frá fóboltafólkinu.

Frekari upplýsingar má sjá á vefsíðunni www.pisa.is.


Athugasemdir
banner
banner
banner