Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. mars 2018 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Ómars: Íslenska deildin ekki nógu sterk að þeirra mati
Orri Sigurður Ómarsson er 23 ára gamall og á 4 A-landsleiki að baki, auk 67 leikja með yngri landsliðum.
Orri Sigurður Ómarsson er 23 ára gamall og á 4 A-landsleiki að baki, auk 67 leikja með yngri landsliðum.
Mynd: Sarpsborg
Varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson átti gott sumar og varð Íslandsmeistari með Val.

Orri gekk í raðir Sarpsborg í Noregi fyrir tímabilið en var ekki í byrjunarliðsáformum þar og var því lánaður til HamKam í 1. deildinni.

Fótbolti.net náði tali af Orra og spurði hann út í málið.

„Þetta gerðist eiginlega bara frekar fljótt. Ég fór á fund með stjórnarmanninum og lét hann vita að ég vildi fara á lán þar sem að ég var allt i einu orðinn 5. miðvörður í hópnum og byrjaður að spila hægri bakvörð á æfingum," sagði Orri.

„Mér fannst það óásættanlegt. Þeir komu með nokkra möguleika og var þessi sá sem ég taldi bestan. Ég vissi full vel að ég var ekkert að fara að labba inn í liðið hérna enda hefði það verið ótrúlegt. Ég er meira ósáttur við að hafa lent svona aftarlega í goggunarröðinni."

Orri bað um að fá að vera lánaður aftur til Vals en fékk ekki ósk sína uppfyllta því íslenska deildin sé ekki nógu erfið fyrir Val.

„Ég spurði þá um Val og bað um að fara þangað fyrst á láni. Þeir vildu meina að það væri ekkert skref fyrir mig þar sem íslenska deildin er ekki nógu sterk að þeirra mati. Á ákveðinn hátt skil ég þá, þar sem að Valur er langbesta liðið á Íslandi í augnablikinu.

„Sarpsborg er í allt annarri stöðu hér í Noregi og spilar ekki svipaðan bolta og Valur. Þannig frá þeirra hlið er þetta skiljanlegt ef ég á að vera framtíðar maður hérna í Sarpsborg."


Lánssamningur Orra gildir út árið en Sarpsborg getur kallað hann til baka í byrjun júlí.

„Ég fer allavega ekki aftur til Sarpsborg til þess að vera upp í stúku þegar liðið spilar leiki. Þeir verða bara að meta það hvort ég sé tilbuinn til þess að koma inn í liðið eða ekki."
Athugasemdir
banner
banner