Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. mars 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar á sjúkrabekknum með Ian Rush hjá Liverpool
Rúnar hefur náð góðum árangri í þjálfun en hann var líka mjög fær fótboltamaður á sínum tíma.
Rúnar hefur náð góðum árangri í þjálfun en hann var líka mjög fær fótboltamaður á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar viðurkennir að hafa farið of seint í atvinnumennsku. Hér er hann í einum af 106 landsleikjum sínum.
Rúnar viðurkennir að hafa farið of seint í atvinnumennsku. Hér er hann í einum af 106 landsleikjum sínum.
Mynd: Getty Images
Rush er markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Rush er markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Mynd: Getty Images
Dalglish vildi fá Rúnar aftur til Liverpool.
Dalglish vildi fá Rúnar aftur til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. er gestur vikunnar hjá Gunnlaugi Jónssyni í hlaðvarpsþættinum Návígi.

Rúnar hefur náð góðum árangri í þjálfun en hann var líka mjög fær fótboltamaður á sínum tíma. Hann á enn metið yfir flesta leiki spilaða fyrir íslenska A-landsliðið, 106 leiki.

Smelltu hér til að hlusta á Rúnar Kristins í Návígi

Rúnar hóf meistaraflokksferil sinn í KR og spilaði þar frá 1986 til 1994. Í þessum langa hlaðvarpsþætti fer Rúnar yfir það þegar honum bauðst að æfa með Liverpool haustið 1989, er hann var 19 ára.

Smelltu hér til að lesa frétt í Morgunblaðinu frá 1989 þar sem sagt er frá „rausnarlegu" tilboði Liverpool. „Þetta kemur niður á náminu, en það er ekki hægt að neita svona boði," segir Rúnar þar.

En í samtali við Gulla segir hann:

„Um leið og maður spilar sinn fyrsta landsleik, og er búinn að spila fullt af leikjum í deildinni þá byrja allir að segja manni að fara út. Maður var 17, 18 ára. Ég fór eitthvað á þeim árum en svo enda ég á því að fara til Liverpool," segir Rúnar.

„Það var, að ég held, að mestu vegna tengsla KR og Liverpool á þessum árum."

„Ég var að rifja þetta upp og þetta er dálítið merkilegt þegar maður hugsar um þessa tíma sem voru þá, það er ekkert Facebook, það er ekkert internet. Það eina sem ég vissi var að Siggi Jóns hafði farið til Sheffield Wednesday og Arsenal."

„Hann var þessi sem ég leit upp til þá, til að reyna að átta mig á því hvort það væri sniðugt fyrir mig að semja við Liverpool ef það myndi bjóðast fyrir mig."

„Mér er boðið þarna út og það byrjaði þannig að ég er með U21 landsliðinu í Hollandi og þeir ætluðu að mæta á leikinn og horfa á mig. Ron Yeats, gamli fyrirliði Liverpool sem var þá yfirnjósnari Liverpool, hann kemur á leikinn í Hollandi og svo ætluðum við að fljúga saman til Liverpool eftir leikinn. Við vinnum Holland 3-2 og ég gerði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Það var fín byrjun fyrir mig þar sem Ron Yeats sat í stúkunni."

„Svo flugum við saman daginn eftir til Liverpool. Ég átti að vera þar í þrjár vikur en ég meiðist á fyrstu eða annarri æfingunni. Þá fer ég á æfingu með aðalliðinu og við erum í upphitun, í reitarbolta og ég lendi í óþæginlegri stöðu og sný upp á ökklann á mér. Ég hafði aldrei snúið mig á ökkla og þetta gerðist á fystu æfingunni."

Á sjúkrabekknum með Rush - Morgunmatur með Barnes
„Ég var meira og minna á sjúkrabekknum fyrstu vikuna. Ég átti að vera í þrjár vikur með hléi þar sem það var U21 landsleikur í millitíðinni. Ég fer til Liverpool og meiðist, er í viku á sjúkrabekknum og sit þar með Ian Rush og Barry Venison sem voru meiddir líka. Maður kynntist þeim aðeins. Ég náði einhverjum æfingum og svo fer ég til Þýskalands og spila með U21 landsliðinu og flýg aftur til Liverpool eftir það og er í einhverja 10 daga í viðbót."

„Ég spila leik með Liverpool á móti Notts County, með varaliðinu á Anfield. Ég spila á kantinum í 4-4-2 og það gekk vel. Jan Mölby var á miðjunni," segir Rúnar en í Morgunblaðinu var birt mynd af Rúnari með danska landsliðsmanninum við skiltið fræga fyrir ofan leikmannagöngin á Anfield. „Jan Mölby, danski landsliðsmaðurinn þekkti, og Rúnar, við frægt skilti, sem sett var upp.fyrir mörgum árum til að gestirnir vissu örugglega hvar þeir væru að fara að spila áður en þeir hlypu inn á Anfield!" segir við myndina.

„Ég fór heim einum eða tveimur dögum seinna. Eftir leikinn kom Kenny Dalglish (innsk. blaðamanns - þáverandi þjálfari Liverpool) inn í búningsklefann og dró mig inn á skrifstofu. Hann sagði við mig að hann vildi fá mig til baka en ég var ekkert sérstaklega spenntur að fara til Liverpool á þessum tíma."

„Ég sé ekki ekkert eftir því en maður hefur oft hugsað hvað hefði gerst," sagði Rúnar sem er stuðningsmaður Liverpool.

Rúnar var áfram í KR en hann endaði í Örgryte í Svíþjóð árið 1995 þrátt fyrir mikinn áhuga á honum árin á undan. Hann viðurkennir að hafa farið of seint út í atvinnumennskuna.

„Þegar þú ert búinn að spila svona lengi í deildinni og alltaf einn af þessum betri leikmönnum, þó svo að maður segi sjálfur frá, þú bara staðnar - þú þarft að komast í betra umhverfi og þarft að spila með betri leikmönnum til þess að verða betri fótboltamaður."

Í Návígi fer Rúnar vel yfir Liverpool tímann og árin sem fylgdu í kjölfarið. Rúnar segir til að mynda frá sambandi sínu við leikmenn Liverpool á þessum tíma. John Barnes var á sama hóteli og Rúnar og borðuðu þeir oft morgunmat saman.


Smelltu hér til að hlusta á Rúnar Kristins í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast. Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Kristjánsson



Athugasemdir
banner
banner